sunnudagur, nóvember 05, 2006

Bjóða frjálslyndir fram klofið?

Eftir Silfur Egils finnst mér orðið brýnt að oddvitar frjálslyndra tjái sig nánar um útlendingamálin. Hvað segja Margrét Sverrisdóttir, Ólafur F. Magnússon, Guðjón Arnar Kristjánsson um málflutning Jóns Magnússonar, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Sigurjóns Þórðarsonar? Hvað segir skrautfjöðurin Guðrún Ásmundsdóttir og Ásta Þorleifsdóttir? Er flokkurinn heill í þessu máli?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða tvíræðni er þetta í dag?

Pétur Gunnarsson sagði...

Tvíræðni, já. Þetta er gamall og góður frasii úr Útvarpi Matthildi sem ég gat dregiðhér á flot loksins. Það verður hver að eiga við sitt hugarfar hvernig hann vinnur úr honum, ekki satt.

Grimur sagði...

"Á vissum augnablikum fæ ég kast" og það gerðist þegar þessi ósköp dundu á mér eftir góðan dag með vitibornu fólki.

Nafnlaus sagði...

það er náttúrulega eftir öðru að liðið sem er í störfum hjá því opinbera og hálfopinbera vilji leika góða fólkið því það þarf ekki að óttast að störfin þeirra verði unnin af "nýbúum" á lægra kaupi heldur en samið er um. Sanniði til og lítið til annara landa (og þess vegna bara uppí Breiðholt): þetta fólk sem hingað er komið til að vinna, það heldur því áfram. Á lægra kaupi ef þarf, og stelur þá bara skattinum. Þetta verður svona þangað til "góða fólkið" verður búið að hækka allar bætur svo allir geti lifað á þeim, þá mæta þeir þar og eiga auðvitað "rétt á" sömu lífskjörum og við.
Og þá verður of seint að ætla að gera eitthvað í þessum málum.

Nafnlaus sagði...

Meinið er ekki innflytjendurnir sem vinna á lægra kaupi. Meinið er atvinnurekandinn sem neyðir innflytjandann til að vinna á lágu kaupi og á því þurfum við að taka!!! Hvort sem unnið er fyrir einkaaðila eða ... einkaaðila sem vinnur verk fyrir hið opinbera!

Nafnlaus sagði...

Útvarp Matthildur er auðvitað alger klassík og mættu fleiri vitna í það. (Mikið ertu mjór í dag). Svo ég skil þessa freistni. En ég hefði skrifað klofnir.