sunnudagur, nóvember 05, 2006

Sökudólgur fundinn

Egill Helgason á ekki upp á pallborðið hjá femínistum eftir að hafa neitað að taka almenna ábyrgð á nauðgunum vegna kynferðis síns. Á póstlista feminista fær Egill það óþvegið fyrir þessi ummæli og nú er hann líka orðinn ábyrgur fyrir rýrum hlut kvenna í stjórnmálum almennt og kannski líka því að Þórunn tapaði með um 40 atkvæðum fyrir Gunnari Svavarssyni í Kraganum. Á póstlista femínista segir:
"Egill er þar með ekki bara að halda sig við það að hleypa hér um bil eingöngu karlkyns frambjóðendum að í þáttinn sinn og hafa þannig áhrif á kynjahlutfall á þingi heldur fer hann fram fyrir skjöldu og reynir að draga úr fylgi við kvenkyns frambjóðanda. Ekki er heldur hægt að skilja pistil Egils öðruvísi en sem hvatningu til karlmanna um að láta sig ofbeldismál engu varða - þetta er greinilega "kvennamál". [...] Ok Egill - við náum skilaboðunum. Það er þinn réttur að halda áfram á sömu braut að draga úr þeim sem berjast gegn ofbeldi og sem skilja út á hvað málið gengur. Mundu bara að þar með ertu ekki hlutlaus heldur búinn að taka afstöðu."

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var nú dásamlegt bréfið sem hann sendi Feministum. Þar telur hann upp konur og menn sem hann telur að hafi verið í þætti sínum í haust. Þar vill hann telja með þátt sinn í dag, sem nb. telur hvorki fleiri né færri en 7 konur sé listinn réttur, en vantelur karlalistann um þónokkra og segir svo að hann hafi það að leiðarljósi að hafa konur í þættinum í meirihluta. Hrikalegt að reyna að komast svona út úr umræðu um karllægni í þáttunum. Það sér þetta hver maður, þó að ég hlakki til að sjá þáttinn í dag fyrst að hann ætlar að fylla hann af konum. Áhugavert og mjög svo sjaldgæft!

Pétur Gunnarsson sagði...

Ég horfði á þáttinn, fannst Ragnheiður Elín flott, tók sérstaklega eftir því hvernig hún talaði upp Þorgerði Katrínu og Geir og hjólaði eiginlega í leiðinni í Davíð. Svo skil ég hana betur þegar verið er að tala um launamun, ég á erfitt að skilja Þórhildi og Steinunni í málinu, tók eftir að Steinunn talaði um fyrrverandi meirihluta Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Það þótti mér fyndið.

Grimur sagði...

"Konur fyrri alda þær taka oní sig" mikið vona ég að konur berji almennilega á þessu samfélagi sem er langt frá því að vera á einhverri sérstakri jafnréttissiglingu! Egill má svo sannarlega fá á lúðurinn....

Nafnlaus sagði...

Fannst þér þá ekki frábært þegar Ragnheiður Elín sagðist ekki vilja láta setja sig í svona karl/kona box en setti sig hins vegar í sjálfstæðis og frjálshyggjuboxið í næstu setningu þegar hún vildi skilgreina sjálfa sig. Þetta má skilja með því að hún skammist sín fyrir kynferði sitt en ekki fyrir að vera sjálfstæðismaður...þó að full ástæða sé til....

Pétur Gunnarsson sagði...

Nei, ég kveikti ekki á þessu, en ég man að hún sagðist trúa á einstaklinginn og mér finnst það alltaf dálítið aumur guð...en so far so good ef það virkar fyrir hana...