þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Breitt bak

Ég er ánægður með Valgerði. Auðmýktin hefur ekki verið of fyrirferðarmikil hjá íslenskum stjórnvöldum undanfarin ár. Maður verður hálfhvumsa loksins þegar hún lætur á sér kræla.

Það var búið að stofna sérstakt félag til þess að annast um varnarsvæðið og setja m.a. Árna Sigfússon bæjarstjóra yfir það, ásamt Stefáni Þórarinssyni og Magnúsi Gunnarssyni, stjórnarformanni. En Valgerður reyndi ekki að skýla sér bak við þá félaga og gott hjá henni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ööö er það ekki rétt munað að þessu félagi hafi ekki enn verið afhentar viðkomandi eignir?

Hvers vegna þá að vera að blanda þessum ágætu mönnum í málið?

Þetta er dæmalaust klúður Pétur og þýðir ekki að gefa í skyn að aðrir beri ábyrgð á því.

Nafnlaus sagði...

hún er ráðherra og ber ábyrgð, þetta er hudruða miljóna tjón og hún segir Afsakið, fyrirgefið og þú slefar og sér stjörnur, hvað hún sé góð díses....

hver borgar.........það hefði verið hægt að gera fullt af hlutum fyrir þennan aur

afsakið my ass

Nafnlaus sagði...

Rétt er að geta þess í þessu samhengi að fjármálaráðuneytið þarf að gera þjónustusamning við þróunarfélagið sem í dag er peninga- og heimildalaust þarna suður á velli, því enn hefur ekki verið skrifað undir slíkan samning þrátt fyrir að liðnar séu 4 vikur síðan félagið var stofnað. Menn hljóta að gera sér grein fyrir því að það þarf bæði peninga og skýrar heimildir ráðuneytisins áður en menn vaða í verkefnin? Á meðan dýralæknirinn drattast ekki til að skrifa undir samning við þróunarfélagið og lætur eins og honum komi málið ekki við er Valgerður dregin fyrir dóm stjórnarandstöðunnar. Hversu töff er það?

Nafnlaus sagði...

Það væri óskandi að Valgerður hefði hér "startað trendi". Hvernig væri t.d. að ríkisstjórnin bæðist afsökunar á því að hafa stutt Íraksstríðið?