mánudagur, nóvember 13, 2006

Ekki er sopið kálið II

Það ólgar í Sjálfstæðisflokknum vegna kosningar Árna Johnsen. Friðjón er strax búinn að gera ágreining við Geir H. Haarde: Það má vera að Árni njóti traust flokksforystunnar, en hann mun ekki njóta trausts umtalsverðs hluta Sjálfstæðisflokksins. [...] Ég vil ekki sjá að kjördæmisráð Suðurkjördæmis samþykki þennan lista.

Hann hefur líka þetta að segja um málið: [Vera Árna] á lista sjálfstæðismanna mun kosta flokkinn nokkur atkvæði í kjördæmum hingað og þangað, meira en hann bætir við í S-kjördæmi ef það er eitthvað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Merkilegt hvað grunnt er á fasismanum hjá mörgum. Ef kjósendur velja þetta, á þá að taka fram fyrir hendurnar á þeim? Hver á þá að hafa þetta meira vald en kjósendur? Einn maður? til hvers þá prófkjör? Til hvers þá almennar þingkosningar? Ef mér líka ekki úrslit prófkjörs, á ég þá að geta breytt uppröðun listans? Er ekki alveg eins gott að ég geri það eins og einhver annar?