mánudagur, nóvember 13, 2006

Spuni dagsins

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og fyrsti þingmaður þess sem nú er Suðurkjördæmi, skrifar heilan leiðara um prófkjör undir fyrirsögninni Litlar pólitískar vendingar. Þar er ekki minnst einu orði á gamla kjördæmið ritstjórans og Árna Johnsen, bara fjallað um Samfylkinguna í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkinn í Kraganum.

Að mati Þorsteins eru tíðindi helgarinnar þessi: En mesti pólitíski viðburðurinn í prófkjörum helgarinnar felst þó án efa í kosningu Bjarna Benediktssonar í annað sæti listans. Síðan fylgir útlegging um að Bjarni hafi nú tekið forskot á aðra af sinni kynslóð í baráttunni um framtíðarleiðtogahlutverk hjá Sjálfstæðisflokknum.

Engin ummæli: