fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Ég held ekki

Helga Vala segir: Borgar Þór hættur við. Skil það vel. Þetta hefur verið erfiður tími og hann veit sem er að herrarnir þrír eru ekki að fara fet.

Víst er það að ekkert bendir til að fararsnið sé á Sturlu, Einari Kr. og Einari Oddi en var það ekki nokkuð ljóst þegar Borgar gaf kost á sér í 4. sætið? Er ekki málið að hann veit að uppstillingarnefndin er búinn að taka Bergþór Ólason, aðstoðarmann Sturlu, framyfir hann. Þannig að þótt vinir Borgars hafi undirtökin í Valhöll og Reykjavík eru hinir enn með tögl og hagldir í Norðvestur.

Held að það sé ekki rétt hjá Helgu Völu að kynjahlutfallið spili hér inn í heldur bara raunsætt mat og leikur í valdabaráttunni innan flokksins. Þess vegna er nú farið að ræða um Herdísi Þórðardóttur, móðursystur Borgars, sem frambjóðanda í 4. sætið. Ætlunin er að kanna hvort hún geti fellt Bergþór. Ætli meginmarkmiðið sé ekki að halda Bergþóri úti frekar en að auka hlut kvenna í stjórnmálum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver var að tala um kynjahlutfall. Ég sagði einfaldlega eins og þú hefur eftir að herrarnir þrír séu ekki að fara fet. Það merkir að Sturla, Einar og Einar eru ekki að fara fet. Þá er nú ekki líklegt að Borgar sé næstur inn, eða hvað? Það eru nefnilega fleiri þungaviktaraðilar í kjördæminu sem auðveldlega skáka Borgari. Annars var verið að hvísla því að mér að Einari Oddi yrði fórnað... sel það ekki dýrara en ég keypti það.