fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Álver í Þorlákshöfn?

Sunnlenska fréttablaðið skúbbar í dag um fyrirætlanir fyrirtækis á vegum Jóns Hjaltalín Magnússonar. Fréttin er ekki komin á vefinn en verður þar væntanlega í fyrramálið.
Arctus ehf. hefur fengið úthlutað lóð vestan byggðarinnar í Þorlákshöfn undir orkugarð. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að reist verði álver, með 60 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, og endurbræðsla sem bræðir ál til frekari vinnslu.
[...]
Samkvæmt heimildum Sunnlenska eru fjársterk risafyrirtæki, tengd áliðnaðinum í Bandaríkjunum og Asíu, á meðal bakhjarla félagsins í Þorlákshafnarverkefninu.
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið og Arctus hafa átt í viðræðum við orkuframleiðendur, varðandi orkuöflun, en segir þær viðræður á frumstigi. „Það er ekki búið að ganga frá samningum um raforkuverð en nefndar hafa verið tölur sem málsaðilar telja ásættanlegar. Fjöldi beinna starfa við orkugarðinn mun skipta hundruðum og fjöldi afleiddra starfa á svæðinu verður síst minni,“ segir Ólafur Áki.

Engin ummæli: