þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Gagnsæi er gott

Venjulega pukrast sveitarfélög ósköpin öll með samskipti sín við eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Reykjanesbær er dæmi um sveitarfélag sem hefur átt í samskiptum við nefndina út af gríðarlegri skuldasöfnun en þar á bæ hafa menn lítið verið fyrir það gefnir að miðla upplýsingum um þau samskipti til almennings. Þess vegna finnst mér hressandi að sjá á vef Bolungarvíkur bréf sem bærinn er búinn að senda sem svar við fyrirspurnum eftirlitsnefndarinnar. Ekkert pukur hjá Grími, Soffíu, Önnu og félögum. Gagnsæi er gott.

Engin ummæli: