föstudagur, nóvember 24, 2006

Jólabókin komin

Það eru fyrst og fremst tvær ástæður fyrir því hvað ég er seinn til bloggs í dag: 1. Annríki við brauðstritið. 2. Ég gleymdi mér við að blaða í árituðu eintaki mínu af hinni stórkostlegu bók Halldórs Baldurssonar, skopmyndarateiknara á Blaðinu. Hún er hrein gersemi. Halldór á engan sinn líka í íslenskri blaðamennsku og fjölmiðlaflóru og er að mínu mati fyrsti íslenski skopmyndateiknarinn á heimsmælikvarða. Það verður enginn svikinn af því að kaupa svona 1-2 eintök af þessari bók. Hún heitir 2006 í grófum dráttum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá þessa bók. Myndirnar eru frábærar!!

Þór

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi mér hins vegar í hinni stórgóðu bók - Nóttin er blá mamma - 1. bindi ævisögu Hannesar.... stórskemmtilegt.