sunnudagur, nóvember 12, 2006

Kjördæmi kvenna

Sjálfstæðisflokkurinn fær sterkan lista út úr prófkjöri sínu í Kraganum. Þorgerður, Bjarni og Ármann eru öflugir frambjóðendur og einnig Ragnheiður Elín í 5. sæti. Jón Gunnarsson, hvalveiðiáhugamaður og björgunarsveitarforingi fær þingsæti. Er þetta ekki hans þriðja tilraun? Í sex efstu sætum er kynjahlutfallið jafnt. Allt líkleg þingsæti. Það eru tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það stefnir í að Kraginn verði kvennakjördæmið mikla, þaðan sýnist mér að gætu komið sjö þingkonur í vor. Þorgerður Katrín, Siv hjá Framsókn og líklega Katrín Jakobsdóttir hjá VG verða þar foringjar og eiga við nýliðann Gunnar Svavarsson, oddvita Samfylkingar.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í tveimur fyrri tilraunum Jóns Gunnarssonar hefur sennilega ekki komið óveður á lokaspretti baráttunnar.

Nafnlaus sagði...

Já, kvennakjördæmið, hvaða kona skyldi vera í oddvita sætin Frjálslyndra í kraganum?

Nafnlaus sagði...

Kraginn er nú þegar eina kjördæmið þar sem konur eru fleiri en karlar. Þetta kom m.a. fram í grein eftir sérfræðinga Jafnréttisstofu og birtist 19. október í Morgunblaðinu.
Ef ég man rétt þá eru 3 sjálfstæðiskonur, Þorgerður Katrín, Sigríður Anna og Sigurrós.
3 samfylkingarkonur, Rannveig, Katrín og Þórunn auk svo Sivjar fyrir framsókn.