föstudagur, nóvember 03, 2006

Kosningaspá dagsins

Spennandi prófkjör Samfylkingar í Suður og ekki síður í Suðvesturkjördæmi um helgina. Spámaðurinn er búinn að lesa í iður fugla, þvo sér um hendur og senda mér spána í tölvupósti. Hefur þann fyrirvara að þetta er óhemjuspennandi og dreifing atkvæða mikil í neðri sæti. Hefst nú lesturinn:

Fyrst Suðurkjördæmi:
1. Björgvin G. Sigurðsson
2. Lúðvík Bergvinsson
3. Róbert Marshall
4. Jón Gunnarsson
5. Ragnheiður Hergeirsdóttir.

Þetta mundi þýða að Jón Gunnarsson félli í 6. sætið vegna kynjakvótans sem kveður á um að tvær konur verði að vera í fimm efstu sætum.

Svo er það Suðvestur:
1. Árni Páll Árnason
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir
3. Gunnar Svavarsson
4. Katrín Júlíusdóttir
5. Guðmundur Steingrímsson
6. Jakob F. Magnússon

Þessi spá er á ábyrgð spámannsins, ég held þetta sé gífurlega tvísýnt. Fyrirfram var reiknað með að Gunnar Svavarsson ætti 1. sætið öruggt en það hefur lítið farið fyrir honum í baráttunni, amk utan Hafnarfjarðar.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvað skyldi Ingibjörg segja fyrir hönd kvenna ef þetta verða úrslitin?

Nafnlaus sagði...

hvaða kona kemur þá í staðinn fyrir Jón?

Vona svo að kraginn verði:
1. Þórunn
2. Kata
3. Árni Páll
4. Sonja
5. Gunnar Svavarsson

Þetta er alger óskhyggja en mikið verður leiðinlegt að fylgjast með alþingi þegar 90 % þingmanna verða karlar.....

Nafnlaus sagði...

Veit ekki hvaðan þú færð þínar spár en skv. spám þeim sem ég hef séð fer Suðrið svona:
1. Björgvin.
2. Jón Gunnarsson.
3. Róbert Marshall.
4. Ragnheiður Hergeirsdóttir.
5. Lúðvík Bergvinsson.
Og Suðvestrið þá:
1. Gunnar Svavarsson.
2. Þórunn Sveinbjarnardóttir.
3. Katrín Júlíusdóttir.
4. Árni Páll Árnason.
5. Guðmundur Steingrímsson.
6. Jakob F. Magnússon.

Nafnlaus sagði...

Spái í sv
1. Gunnar Svavars
2. Þórunn Sveinbjarnar
3. Árni Páll
4. Guðmundur Steingríms
5. Katrín Júlíusdóttir
6. Jakop F. Magnússon

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki annað séð en kvennalistinn sem rann m.a. inn í Samfylkinguna eigi undir högg að sækja í öllum kjördæmum. Suðrið er auðvitað hörmung eins og NV um síðustu helgi. Ef Gunnar Svavarsson er jafn sterkur og menn segja mér þá gæti Þórunn verið í vanda - sem er arfa slæmt því hún er öflug á þingi. Samfylkingin verður að fara að taka aktívt á jafnréttismálum. Svona niðurstöður leiða aðeins af sér sundrungu og leiðindi....

Pétur Gunnarsson sagði...

Jamm, ég held að það sé engin leið að spá hvernig þetta verður, held bara að Gunnar hafi ekki náð þeim styrk í baráttunni sem fyrirfram var búist við og að Árni Páll hafi náð betri baráttu en búist var við. En Þórunn hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. En spámaðurinn segir að þetta fari svona!

Nafnlaus sagði...

Ég hef enga trú á því að Róbert Marshall verði svona ofarlega. Hann skortir alla útgeislun og er meira svona eins og í atvinnuleit heldur en í framboði.

Ég held að Lúðvík verði í 1. sæti og Björgvin í 2. sæti.

Kveðja frá Selfossi ;)

Pétur Gunnarsson sagði...

Bið að heilsa LiBook. Þetta verður örugglega spennandi. Mér finnst einmitt að Lúðvík vanti útgeislunina, en ég ætla bara að halda með Guðna.