þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Kærleiksheimilið

Það hafa margir verið að velta fyrir sér innanbúðarmálum Samfylkingarinnar eftir prófkjörið og m.a. gert því skóna að 69% kosning formannsins í 1. sætið sé til marks um litla samheldni innan flokksins. Nú er óþarfi að tala lengur um þetta í einhverjum getsagnastíl, Össur er kominn með nýjan pistil þar sem hann talar hreint út; hann telur sig og sína menn setta til hliðar. Hann talar svo hreint út að meiri hreinskilni er ekki hægt að biðja um af manni sem er í þeirri stöðu að vera þingflokksformaður:
Það er meira en nóg fyrir mig að vera formaður þingflokks. Ég hef meira gaman af því en ég hélt ég myndi hafa. Ég finn að reynsla mín kemur þar að notum, alveg einsog hún og reynsla nánustu stuðningsmanna minna og ráðgjafa myndi koma vel að notum við mótun stefnu flokksins ef menn út af fyrir sig vildu. Okkar dugur kom einfaldlega fram í prófkjörum um allt land.

Ég er góður í það og hef bestu ráðgjafa sem Samfylkingin á völ á í dag. Það ætti öllum að vera ljóst núna. Hvort menn geta notað þann hóp og þá reynslu á fleiri stöðum í flokknum kemur í ljós. En ég held að það gæti orðið öllum farsælt.

Engin ummæli: