þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Gamall temur, ungur nemur

Hlustið á Guðna Ágústsson taka Björgvin Sigurðsson á hné sér vegna forsíðufréttarinnar sem Björgvin plataði inn á Fréttablaðið á mánudag. Kosningabaráttan í Suðurkjördæmi er hafin.

Björgvin hefur ítrekað fært þetta í tal og fengið svör og athygli jafnoft en óneitanlega var kómískt að sjá þetta margrædda mál rata á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag. Hér er t.d. umræða Björgvins og heilbrigðisráðherra um málið á þingi í nóvember 2004 og hér er sama fyrirspurn og skriflegt svar ráðherra til Björgvins í maí 2004.

Engin ummæli: