fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Leiðrétting

Með glöðu geði kem ég því á framfæri sem fjórir lesendur hafa orðið til að benda mér á í kommentum að Þorgerður Katrín og Bjarni hafa þegar haldið svona fund hjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur og jafnvel fleiri frambjóðendum. Svona vilja staðreyndirnar stundum svipta mann ánægjunni af því sem betur hljómar. Ég þarf greinilega að fara að rýna fastar í prófkjörsauglýsingarnar. Ég treysti því að greiningardeildin færi þetta til bókar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlar ritstjóri petrum.blogspot.com ekki að setja inn spádóma fyrir prófkjör helgarinnar?

Pétur Gunnarsson sagði...

Æ, það er nú það, ég er enn að melta það með mér, hef verið að vinna með Helga Hjörvar í aðdraganda Samfylkingarprófkjörsins í Reykjavík og ég nenni eiginlega ekki að vera að setja fram einhverja spá þegar ég er í þeirri stöðu. Þetta verður spennandi um fjórða sætið, baráttan er um það og ég held að Helgi sé í sterkri stöðu og hann og Steinunn hafi forskot. Ég vona og trúi að hann nái markmiðinu en nenni ekki þykjast vera að setja fram einhverja hlutlausa spá um hvernig fer meðan ég stend svona nærri. Kannski ég opni bara komment og bjóði þeim sem vilja að spá þar.