föstudagur, nóvember 10, 2006

Tíðindalaust af suðurvígstöðvunum

Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður ákváðu að stilla upp framboðslista fyrir alþingiskosningarnar á kjördæmisþingi í kvöld. Áður höfðu framsóknarmenn í norðurkjördæmi Reykjavíkur ákveðið að fara sömu leið. Björn Ingi fjallar um þetta á heimasíðu sinni og segir að hann gefi ekki kost á sér í 2. sæti listans eins og síðast og ætli að einbeita sér að borgarpólitíkinni. "Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, hefur ein gefið kost á sér í 1. sæti listans og nýtur án efa mikils stuðnings í það sæti." segir Björn.

Engin ummæli: