miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Sammála

Kristinn H. Gunnarsson auglýsir að það þurfi sterka Framsókn. Sammála. Held bara að hann sé ekki hluti af því dæmi. Það kemur væntanlega í ljós á föstudaginn þegar atkvæði verða talin í póstkosningunni í Norðvesturkjördæmi hver skoðun framsóknarmanna í kjördæmi Kristins er á því máli. Það verður spennandi að sjá.

Björn Ingi hjólaði í Kristin í umræðum á þinginu í dag og setti ofan í við hann. Egill Helgason sagði í Íslandi í dag að það færi ekki mikið fyrir framsókn þessa dagana og eini maðurinn sem virtist þar með lífsmarki væri Björn Ingi. Líklega væri hann sá maður sem flokkurinn gæti helst litið til sem framtíðarleiðtoga. Sammála.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var og..Björn Ingi framtíðarleiðtogi...hvers vegna? Jú hann hjólaði í annan þingmann svo hann sjáklur fengi nú athygli..enda einungis tvær vikur á þingi og um að gera að nýta þær vel

Sem sagt forsenda þess að geta orðið framtíðarleiðtogi hjá Framsókn er að vera góður í að kasta skít í fólk. Og það má BIH eiga..hann er góður í því enda haft góða lærifeður !

Norðvestlendingur

Unknown sagði...

Skjallbandalag?

Pétur Gunnarsson sagði...

tvímælalaust skjallbandalag Steindór.

Nafnlaus sagði...

Hvað er að gerast í Norð vestur hjá Frömmurum? Ekki ætla þeir að kjósa Kidda H aftur yfir sig? Hann auglýsir og auglýsir. Ég veit að hann er búinn að senda 4 bæklinga til alla í kjördæminu og sumir hafa verið sendir af Alþingi? Hvað finnst mönnum um það?? Er það alveg eins og það á að vera??? Þetta er siðapostuli íslenskra stjórnmála þegar svo ber undir. Gagnrýnir auglýsingar frambjóðenda en auglýsir svo endalaust einn frambjóðenda í kjördæminu. Hann er til að mynda með útvarpsauglýsingar, blaðaauglýsingar, vefauglýsingar og svo þessa bæklinga. Ég hef sjaldan séð annað eins. Af hverju talar enginn um þetta. Flokkurinn er ágætur þó ég kjósi hann ekki en Kristinn verður að fara, þetta gengur ekki svona. Hann eyðileggur allan móral, drepur sjálfstraust og samstöðu og á að fara út í hvelli með hvelli.
Svona á þetta að vera.
Magnús, Herdís, Valdimar, Inga Ósk, Albertína.
Og hananú - þetta yrði sterkari Framsókn

Nafnlaus sagði...

það eru margir sem fá úr $%#"# þegar BIH ber á ´goma

Nafnlaus sagði...

Úr pósti anonymous kl. 9:16 AM:

"Flokkurinn er ágætur þó ég kjósi hann ekki....."
"Svona á þetta að vera.
Magnús, Herdís, Valdimar, Inga Ósk, Albertína."

Þú ert nú bara fyndinn og ferð í hringi eins og R. Reykás. Hvernig getur þú sagt að þetta EIGI að vera svona þegar þú segir sjálfur að þú kjósir ekki einu sinni flokkinn? Ef þú vilt að þetta EIGI að vera svona reyndu þá að hafa áhrif á það sjálfur.

Nafnlaus sagði...

Ég hef alltaf kosið flokkinn og átti við það að ég myndi kjósa hann aftur ef listinn væri svona. Annars ekki. Ég get ekki kosið Kristinn eins og hann hefur komið fram í allt of mörgum málum. Því miður.

Nafnlaus sagði...

Skoðanir um þetta eru eðlilega skiptar. Það er ekki séns að ég kjósi Framsókn nema Kristinn H. verði í leiðtogasætinu. Er í flokknum og tók þátt í prófkjörinu. Trúi ekki að flokksforustunni takist að hræða Framsóknarmenn í kjördæminu til að kjósa dauðyflið Magnús. Annars er framboðið á fólki í sætin fimm með ólíkindum arfaslakt.

Annar norðvestlendingur.