miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Undarlegt mál

Mér þykir undarlegt að lesa Moggagrein Arnars Jenssonar á miðopnunni í dag. Það er auðvelt að skilja að Arnar sé sár og reiður og telji umfjöllun Blaðsins ósanngjarna í sinn garð. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann hafi sent frá sér þessa grein án þess að hafa samráð um það við yfirmenn sína hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Og það er erfitt að sjá hvers vegna yfirmenn Arnars hafi ekki gert athugasemdir við það að hann léti greinina frá sér fara eins og hún er úr garði gerð. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að dylgjurnar í grein Arnars séu mun betra veganesti fyrir verjendurna í Baugsmáli heldur en nokkuð það sem fram kom í þeirri umfjöllun Blaðsins um vinnubrögð lögreglu sem varð Arnari tilefni skrifanna.

Engin ummæli: