miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Undan vinstrigrænni torfu

Torfusamtökin eru skriðin undan sinni vinstrigrænu torfu, eða voru þau kannski geymd í Draugasafninu á Stokkseyri meðan VG átti aðild að meirihlutasamstarfi í borginni? Hvort heldur er hafa þau nú gengið aftur og berjast fyrir skjólleysi á Laugarveginum og eilífu lífi þeirra 30 friðuðu kumbalda sem standa við þá götu og byggðir voru af vanefnum á krepputímum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta partur af þínum húmor, Pétur, að tala um að húsin hafi verið reist af vanefndum?

Pétur Gunnarsson sagði...

vanefnum, átti þetta að vera, ritvilla, þakka ábendinguna og leiðrétti.