fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Bjalla, fé og hirðir

Sömu daga og verið er að ganga frá löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna er: 1. Frá því greint að forsætisráðherra sé að greiða fyrir myndun fjárfestahóps um kaup á bresku knattspyrnufélagi. 2. Látið að því liggja að íslenskur auðmaður hafi borgað fyrir að láta forsætisráðherra Íslands hringja bjöllu yfir kaupahéðnum á Wall Street.

Það er ekki til brýnna verkefni í þessu samfélagi en að setja löggjöf um fjármál stjórnmálastarfseminnar. Ég er hins vegar sammála þeim sem segja að eins og endranær er það gagnsæið sem skiptir meginmáli, það að hagsmunatengslin liggi á borðinu, fremur en hvort sett séu einhver þök á fjárhæðir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega það sama átti við í fjölmiðlafrumvarpsfárinu um árið, aðalatriðið var að hagsmunatengslin (eignarhaldið) væru opinber, ekki að setja þak á leyfilegan eignarhlut. Þá geta allir lesið fjölmiðlana með það í huga hver á þá og metið innihaldið út frá því. Þó enginn óski sér að fá flokksblöðin aftur var þó ekki hægt að segja annað en þetta væri á hreinu á tímum þeirra; fólk vissi að Mogginn var Sjálfstæðisblað og Þjóðviljinn Alþýðubandalagsblað og mat innihald þeirra út frá því.