miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Veit það ekki

Hvernig er það með hvalakvótann upp á 9 langreyðar og 30 hrefnur. Hvernig er honum úthlutað? Er hann gefinn? Er hann bundinn við skip og þá á grundvelli hvers? Varla veiðireynslu, eða hvað? Þegar kvótinn var settur á á sínum tíma var honum úthlutað á skip á grundvelli þess hvað þau höfðu veitt árin þrjú þar á undan. Það er ekki hægt að nota þá viðmiðun í hvalveiðunum. Ætli það sé hægt að kaupa þennan kvóta, þ.e.a.s. af einhverjum öðrum en Kristjáni Loftssyni?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður punktur Pétur.
Manni finnst það furðulegt að Íslendingar mega ekki veiða hval núna heldur bara Kristján Loftsson.
Hann var farinn úr höfn einhverjum mínútum eftir að heimild barst. Hver annar hafði tækifæri til þess?

Nafnlaus sagði...

Er ekki einfaldlega stuðst við hefðir frá þeim tíma sem hvalveiðar í atvinnuskyni voru stundaðar, en þá voru kvótar samþykktir af alþjóðahvalveiðiráðinu? Hvalur var eina fyrirtækið sem stundaði veiðar á stærri hvölum, en hann virðist ekki sitja einn að hrefnunum.

Hefur einhver hvalfangari kvartað undan því að fá ekki leyfi með honum?

Hvalur hf er eina fyrirtæki landsins sem býr yfir skipum og öðrum búnaði til að veiða stærri hvalina virðist þetta vera eitthvað sem skiptir nákvæmlega engu máli.