föstudagur, desember 01, 2006

Grasrót

Tek eftir því við lestur þessarar töflu um Gallup-könnunina að fylgi framsóknar í NV stendur í stað milli mánaða, var 16% í byrjun nóvember og er 16% í byrjun desember. Neikvæð áhrif af ósigri Kristins H. Gunnarssonar í prófkjörinu mælast engin.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki líklegra að afleiðingarnar - ef einhverjar eru - komi fram í desember mælingunni? Mér þykir hins vegar merkilegast að lesa í tölur Samfylkingarinnar í kjördæminu.

Nafnlaus sagði...

Má ekki líka gagnálykta?: Fylgi Framsóknar stóð í stað í NV en féll annars staðar. Ergo: KHG hélt uppi fylginu í NV!!!

Pétur Gunnarsson sagði...

helst ekki, milli nóvember og desember var fylgið óbreytt á landsvísu en stóð í stað í norðvestur og suður, jókst í norðaustur og suðvestur en minnkaði í reykjavík. þannig að það gengur ekki upp hjá þér.