föstudagur, desember 01, 2006

Höfðingjar heim að sækja

Mér er tjáð að það séu allar líkur á því að þrír bæjarstjórra muni njóta biðlauna frá Akureyrarbæ næstu þrjú og hálft ár. Kristján Þór Júlíusson er búinn að vera fimm mánuði í starfi frá kosningum og fær nú sex mánaða biðlaun. Sigrún Björk tekur við en mun víkja fyrir Hermanni Samfylkingarforingja, og fara á sex mánaða biðlaun. Hermann mun svo væntanlega eiga rétt á sex mánaða biðlaunum í lok kjörtímabilsins. Þeir eru grand á því í höfuðstað Norðurlands.

Engin ummæli: