miðvikudagur, desember 06, 2006

Könnun


Ekki stafur í Mogganum um nýja könnun á lestri dagblaða. Fréttablaðið og Blaðið túlka bæði hana sér í vil, Fréttablaðið út frá því að örlítið fleiri hafa eitthvað lesið í blaðinu en í síðustu könnun. Blaðið og út frá þeirri sókn sem það hefur verið í undanfarið misseri. Mogginn tjáir sig líklega um málið á morgun. Hvorki Fbl né Blaðið birta þessa mynd yfir meðallestur á tölublað, sem finna má á vef Capacent og er sú mynd sem Capacent virðist leggja áherslu á. Þess vegna held ég að ég birti hana bara. Smellið til að sjá stærri útgáfu, þá sést betur að meðallestur allra blaðanna er á niðurleið og Blaðið virðist búið að toppa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pétur er hófstilltur í orðum sínum um þann skrípaleik sem túlkanir á Capacent könnunum er. Blaðið! Sigurjón M. hlýtur að vera á einhverju. Og væri algert grín ef maður væri ekki sammála Guðm. M. um að þetta vekur spurningar um hvernig fréttaflutningi er háttað að öðru leyti þegar boðið er upp á svona falsanir í frétt og leiðara.