fimmtudagur, október 26, 2006

Ertu að hlusta, Einar Kristinn?

Í viðtali við Jóhann Hauksson segir Illugi Gunnarsson m.a. þetta:
"Eg er ekki hlynntur hvalveiðum nú ef í ljós kemur að engin markaður er fyrir hvalkjötið," segir Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að rétturinn til að hefja veiðar sé fyrir hendi en að það sé tóm vitleysa og "alveg galið" að stunda þær ef ekki er neinn markaður fyrir afurðirnar. "Skynsemin í þessu hvílir á því að markaðurinn sé fyrir hendi."
Ég vona að Illugi verði ekki undir og klemmist á milli í yfirstandandi borgarastyrjöld sjálfstæðismanna í Reykjavík. Öflugur og frjór náungi, sem hefur mikið fram að færa í pólitíkinni. Mensch, held ég að megi segja.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En verst finnst mér þegar Illugi þykist vera mjúkur maður. Hann er frjálshyggjuhegri fram í fingurgóma, og góður sem slíkur en ekki beint góður talsmaður fjölskyldumála eða annara "mjúkra" mála.

Pétur Gunnarsson sagði...

Þýðir þetta að verðandi þingmaður Samfylkingarinnar útiloki stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum?

Nafnlaus sagði...

Ætli það verði ekki eins og venjulega að frjálshyggjuhegrinn í honum brjótist fram um leið og kosningum lýkur?

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf kostur þegar úlfurinn kemur fram í eigin pelsi...

Pétur Gunnarsson sagði...

Hvaða hvaða, þetta er pólitík, þetta þarf ekki að vera persónulegt. Það er fínt fólk í öllum flokkum, ég held að við séum öll sauðir í mismunandi þykkri úlfsgæru.

Nafnlaus sagði...

Ekkert persónulegt... hver veit nema mér líki við úlfa...þykir bara betra þegar þeir koma fram í réttu skinni

Pétur Gunnarsson sagði...

ég skal játa að Illugi er svolítið ógnvækjandi nafn ... en ég held að þú ættir bara að fagna því að hann er ekki í framboði í NV, í staðinn þurfið þið bara að glíma við Sturlu (annað ógnvekjandi nafn). Hann er auðveldari andstæðingur eins og þú veist, búin að draga hann inn í ritdeilu þar sem þú dansar tangó á bakinu á honum.