miðvikudagur, október 18, 2006

Gott hjá þeim

SUS mótmælir leyniþjónustuhugmyndum og vill rannsókn á hlerunum. Skil þá reyndar þannig að þeir telji að rannsókn ríkissaksóknara eigi að nægja og er ósammála því. Guðmundur er eljusamur í málinu, vekur nýjar spurningar. Mér sýnist allt sem fram kemur styðja hugmyndir um að þingið láti að sér kveða í hleranamálum. Þetta á ekki að vera flokkspólitíkst mál. Það er vísasti vegurinn til þess að klúðra því og koma í veg fyrir að sannleikurinn komi í ljós.

Engin ummæli: