miðvikudagur, október 18, 2006

Hvalræði dagsins

Sá sem spurt er um lagði áratugi af ævi sinni undir tryllta leit að hval án þess að skeyta um hverju var til kostað. Hvað heitir hann? Nefnið líka hvalskipið hans og segið frá því hvor hafði betur, hvalurinn eða maðurinn með þráhyggjuna. Svör skráist í kommentakerfið. Verðlaun í boði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, hér kemur þrennt til greina. Kapteinn Ahab á skipinu sínu Pequod í trylltri leit hans af Moby Dick, þar sem hvalurinn hefur betur. Þá getur það verið Hvalveiðskipið Essex, sem sagan um Moby Dick byggir á. Ekki veit ég nafn þess kapteins, en Essex sökk. Þá getur þú verið að vísa til Kristjáns Loftssonar og hans Hval (9). Hver hefur betur? Það á væntanlega eftir að koma í ljós, en Kristján hefur amk þessa dagana betur í baráttunni gegn hvalfriðunarsinnum eins og alþjóða hvalveiðráðinu...

Nafnlaus sagði...

Rugl. Þetta var hann Bjartur í Sumarhúsum og hann var svo þrjóskur og stoltur að hann lagði allt í sölurnar - líka Ástu S. Guðbjartsdóttur. Það er allt morandi í svona köllum sem sjá ekkert nema litla puinktinn í mósaíkinni. Sorglegast þegar þeir hafa völd....