þriðjudagur, nóvember 14, 2006

En hvað með Mohammed al-Durra?

Í tilefni þeirra orða ísraelska sendiherrans að Ísraelsher skjóti ekki óbreytta borgara af ásettu ráði langar mig til að rifja upp örlög 12 ára pilts sem hét Mohammed al-Durra.

Ísraelsher gekkst við verknaðinum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hvað með hann? http://en.wikipedia.org/wiki/Muhammad_al-Durrah

Nafnlaus sagði...

það var ráðist á Ísraelska varðstöð og þeir urðu á milli, það gladdi engann er hann dó. ísraelsku hermennirnir urðu fyrir árás og voru að verja sig þeir hófu ekki skothríðina. það var ráðist á þá úr 4 áttum, þeir myrtu ekki strákinn með köldu blóði og ekki koma með svona órökstuddar fullyrðingar og gefa það í skyn að Ísraelar séu morðingjar

Nafnlaus sagði...

Held að það hafi verið sýnt fram á það að mikill vafi leiki á hvernig dauða drengsins bar að höndum. Hafi hann þá dáið. Rannsókn benti til þess að nánast ómögulegt hafi verið að hann hafi orðið fyrir skoti fra ísraelsku varðstöðinni og óklippt myndbönd benda til þess að ekki hafi allt verið með felldu, jafnvel að allt heila klabbið hafi verið falsað.

En Pétur gerir sjálfan sig sekan um rangfærslu þegar hann segir Ísraelsher hafa gengist við verknaðinum og skotið óbreytta borgara af ásettu ráði og sakar þannig sendiherrann um að fara með rangt mál. Þremur dögum eftir að drengurinn var sagður skotinn greindi yfirmaður í hernum frá því að svo virtist sem Ísraelsher hefði orðið honum að bana, en hann vissi litlu meir en sjónvarpsáhorfendur. Og tók að skýrt fram að slíkt væri vitaskuld ekki af ásettu ráði.