miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Ertu að hlusta, Guðjón Arnar?

Jón Magnússon skrifar Ísland fyrir Íslendinga grein í Blaðið í dag. Honum er vel við Dani en illa við marga aðra. Hann er nýgenginn í Frjálslynda flokkinn með Nýtt afl og það er rætt um hann sem oddvita Frjálslyndra í Reykjavík. Boðar þetta að Frjálslyndi flokkurinn ætli að feta þessa leið og reyna að koma sér upp úr því 3% fari sem hann er núna í með því að gera út á andúð í garð innflytjenda? Hvað ætli Guðjón Arnar og Margrét Sverris segi um þetta útspil hans?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann Guðjón frændi minn er giftur konu sem er fædd og uppalin í Pólladi.

Ég hugsa að þetta sé nú ekki hans Te-bolli.