þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Furðufrétt dagsins

Ríkið er nýbúið að kaupa prentsmiðju í gegnum Íslandspóst. Það er búið að leggja undir sig vænta sneið af ljósmyndamarkaðnum og gera töku á passamyndum að verkefni lögreglunnar. Nýjustu fréttir eru þær að ríkið sé stærsti aðilinn í framleiðslu hugbúnaðar á Íslandi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og fleiri eru þau Pétur. Þú hefur líklega ekki tekið eftir því að fyrir skömmu var stofnað nýtt fjarskipta eða símafyrirtæki í eigu ríkisins. Það voru þeir Björn Bjarnason og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem stóðu saman að því. Fyrirtækinu er ætlað að reka síma fyrir björgunarsveitir og lögreglu, svokallað Tetrakerfi.
Nefni þetta að gamni en það kann að vera að þetta verði að vera í höndum ríkisins, veit ekki fyrir víst.
En dálítið skondið eigi að síður að ríkið skuli vera komið aftur í símarekstur í ljósi þess hve mikil áhersla var lögð á að selja Símann á sínum tíma.
Það má líka rifja upp löngu ræðurnar sem Björn Bjarnason flutti í borgarstjórn vel studdur af Gulla Þórðar þegar Orkuveitan stofnaði til reksturs Línu nets á sínum tíma. Þá áttu engir að koma að fjarskiptarekstri nema einkaaðilar.