þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Kosninganótt framundan

Ég verð á fótum fram á nótt að fylgjast með úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum. Ætla fyrst og fremst að sækja fréttir á vefinn, en horfi á gervihnattasjónvarpið með öðru auganu. Talkingpointsmemo er besta blogg sem ég les. Stofnendur Daily Kos og MyDD eru feður "the netroots" hreyfingarinnar sem felldi Lieberman í forkosningunum og hefur átt mikinn þátt í að endurlífga Demókrataflokkinn og fókusera andstöðuna við Bush-stjórnina. Þeir eru allir með puttann á púlsinum og örugglega oft og iðulega langt á undan sjónvarpsstöðvunum með tölur. Huffington Post er með aðgengilegt fréttayfirlit og vel uppfært, sömuleiðis Raw Story.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrir tveimur árum sat ég fram á nótt og fylgdist með forsetakjörinu. Nokkrir bloggarar og vefmiðlar voru að birta tölur úr útgönguspám sem lekið hafði verið, en sjónvarpsstöðvarnar fóru afar varlega í að birta þær, minnungar havarísins 2000. Nema hvað. Tölurnar sem láku út bentu yfirleitt til að Kerry væri að vinna. Maður þarf því að vara sig á "partial" tölum. Hitt er svo, að forsetakosningar eru eitt, þingkosningar annað.
Davíð Logi

Pétur Gunnarsson sagði...

Einmitt, klúður sjónvarpsstöðvanna 2000 var ótrúlega afdrifaríkt. En þetta bloggnet hefur góð tengsl ofan í grasrótina á hverjum stað, sérstaklega Kos og MyDD. Býst líka við að þeir muni skúbba með atvik tengd framkvæmd kosninganna. Geri ekki mikið með þótt eitthvað af tölum gangi til baka, enda þarf ég ekki að taka ákvörðun um að skella þeim á prent eins og sumir! kv,P