föstudagur, nóvember 10, 2006

Kosningaspá dagsins

Þessu ætla ég að spá um prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum.
1. Þorgerður Katrín.
2. Bjarni Benediktsson.
3. Ármann Ólafsson
4. Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Ef þetta verður niðurstaðan er Sjálfstæðisflokkurinn með geysilega sterkan lista í þessu kjördæmi.

Þá er það Samfylkingin í Reykjavík, þar læt ég nægja að segja það sem allir vita að í þremur efstu sætunum verða Ingibjörg Sólrún, Össur og Jóhanna. Um önnur sæti vísa ég til lesenda og bið þá gera sína eigin spá í kommentakerfið eða þá að fara og taka þátt í þessari prófkjörskönnun hér, nema hvorttveggja sé.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta fer svona og konurnar verða ánægðar, bara þrír karlar í átta efstu.
1. Ingibjörg
2. Össur
3. Jóhanna.
4-5. Steinunn Valdís/Helgi Hjörvar
6. Ágúst Ólafur
7. Kristrún Heimisdóttir
8. Ásta Ragnheiður

Nafnlaus sagði...

En hvað segir spámaðurinn um D í Suðurkjördæmi?

Nafnlaus sagði...

Tek undir spádóminn um Kragann. Þetta yrði dúndurflottur listi, erfitt að velja bestu fyrirsæturnar :)

Athyglisvert að varaformaður Samfylkingarinnar er ekki talin ná nema 6.sæti

Einmitt, væri gaman að heyra um Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðismönnum. Örugglega mun meira spennandi en í Reykjavík og Kraganum.
Kv. Eygló

Nafnlaus sagði...

Greiningardeildin spáir:
Sjallar í SV
1.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
2.Bjarni Benediktsson,
3.Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
4.Ármann Kr. Ólafsson,
5.Ragnheiður Elín Árnadóttir,
6.Jón Gunnarsson,
7.Pétur Árni Jónsson
8.Sigurrós Þorgrímsdóttir,

Sjallar í Suðri
1.Árni Mathiesen
2.Drífa Hjartardóttir
3.Björk Guðjónsdóttir
4.Kjartan Ólafsson
5.Árni Johnsen
6.Kristján Pálsson
7.Unnur Brá Konráðsdóttir
8.Gunnar Örn Örlygsson

Semíkommar í sollinum:
1.Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
2.Össur Skarphéðinsson
3.Jóhanna Sigurðardóttir
4.Helgi Hjörvar
5.Steinunn Valdís Óskarsdóttir
6.Ágúst Ólafur Ágústsson
7.Mörður Árnason
8.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
9.Kristrún Heimisdóttir
10.Guðrún Ögmundsdóttir

15. sæti Glúmur Baldvinsson

Við munum örugglega hafa stórkostlega rangt fyrir okkur um allt nema 15. sætið. Enda greinum við liðna atburði og höldum til haga veðmálum annarra.

Nafnlaus sagði...

Eftirfarandi er klárlega sterkasti listinn en hræddur um að þetta fari nú samt á annan veg.

1. Ingibjörg (mjög mikilvægt fyrir Samfylkingarfólk að þeir sýni foringjahollustu. Mun trúlega finna fjölina sína aftur)

2. Össur (hárbeitur og gríðarlega öflugur þessa daganna. Samfylkingarfólk væri nær galið ef það hefði ekki Össur nr. 2)

3. Jóhanna (gríðarleg reynsla og höfðar til öryrkja og þeirra sem finnst þeir hafa farið halloka. Ef hún finnur spillingalykt þá veltir hún hverjum þeim steini sem hún finnur sbr. laxaveiðimál um árið)

4. Steinunn Valdís (Hefur vaxið að undanförnu. Trúverðugur jafnaðarsinni eftir launahækkanir ummönnunarstétta í borgarstjóratíð hennar)

5. Helgi Hjörvar (Bardagamaður sem er hverjum flokki nauðsynlegur. Skemmtilega meinhæðinn.)

6. Ellert Schram (Held að samfylkingarfólk geri sér ekki grein hversu öflugur hann er. Í þingkosningum að ári gæti verið dýrmæt að hafa mann sem höfðar jafnt til eldri borgara, fólks í íþróttahreyfingunni og landlausra miðjumanna í pólitík.)

7. Kristrún Heimisdóttir (Illugi Gunnarsson samfylkingarmanna. Afar vel lesin og laus við allt froðusnakk. Einn efnilegasti pólitíkus landsins.)

8. Valgerður Bjarnadóttir (Á sama hátt og Kristrún er hún sérlega vel gefin kona. Þungarvigtarkona sem þekkir allar hliðar pólitíkur. Fyrrverandi ráðherrafrúin, ráðherradóttirin, ráðherratengdadóttirin mun verða dýrmæt fyrir flokkinn)

Er ekki kjósandi Samfylkingarinnar.

Nafnlaus sagði...

Þar sem ég veit hvernig úrslitin fara í kraganum hjá sjálfstæðisflokknum óska ég nafnleyndar en svona mun þetta fara:
Þorgerður
Bjarni
Ragnheiður R
Ragnheiður Elín
Ármann Kr

Samfylkingin í Reykjavík fer svona:
Ingibjörg
Össur
Jóhanna
Ágúst Ólafur
Steinunn Valdís
Helgi Hjörvar
Kristrún
Bryndís Ísfold

Nafnlaus sagði...

Sæll Pétur. Flott hjá þér að setja ekki fram spá um kommana í Rvík. sem kosningastjóri Helga Hjörvars. Slíkt væri með öllu ótrúverðugt. Spá mín er þínum manni ekki hliðholl. Takk fyrir gott blogg. Kem hingað daglega. Kv. Aðdáandi

Samfylkingin í Reykjavík fer svona:
1. Ingibjörg
2. Össur
3. Jóhanna
4. Ágúst Ólafur
5. Kristrún Heimis
6. Steinunn Valdís
7. Helgi Hjörvar
8. Ásta Ragnheiður

Sjálfstæðismenn í Kraganum
1. Þorgerður Katrín
2. Bjarni Ben.
3. Ragnheiður bæjarstjóri
4. Ragnheiður Elín aðstoðarmaður
5. Ármann Kr. aðstoðarmaður Íslands
6. Pétur Árni SUSari og besti vinur Björns Bjarna

Pétur Gunnarsson sagði...

Svo það sé á hreinu þá er Helgi sinn eigin kosningastjóri en ég sinni fyrir hann ýmsum verkefnum, aðallega PR tengdum.

Nafnlaus sagði...

Talandi um pr-tengd störf eins og þú kallar þau. Er vinur þinn Steingímur Sævar og einn af spunameistrum Halldórs líkt og þú einnig að vinna fyrir Helga Hjörvar? Ég spyr því hann tileinkar Helga nýjustu færsluna á vefsetri sínu og hefur svolítið verið að "plögga" hann seinustu daga. Annars hef ég ekkert út á Helga að setja. Hann er ágætur drengur. Kem engu að síður ekki til með að kjósa hann og hans flokk í vor. Kveðja. Guðrún Bj.