miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Orð og morð

Orð eru ágæt, orðhengilsháttur getur líka verið ágætur, sem samkvæmisleikur. En orðhengilsháttur um hvort það skipti einhverju máli hvort menn tali um það ástand sem nú ríkir í Írak sem borgarastyrjöld, civil war, eða átök trúarhópa, sectarian conflict, er bara andlaust kjaftæði og hefur ekkert með ástandið í Írak að gera, það hvorki versnar né batnar við það hvort orðið verður ofan á í samkvæmisleiknum. Getur e.t.v. skipt máli í kennslubókum í stjórnmálafræði eða sagnfræðiriti og þá í einhverju fræðilegu samhengi - nú eða í einhverju dómsmáli - en að því slepptu er þetta bara smekklaus brandari. Samkvæmisleikur þessi er nú stundaður víða, sérstaklega í Bandaríkjunum en þar stjórna menn sem eru mjög góðir í orðhengilshætti og því að hafa stjórn á fréttaflutningi en virðast ráða illa við flest önnur verkefni sem þeir hafa færst í fang.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi afstaða þykir mér heldur ódýr og ekki alveg í samræmi við önnur skrif þínum þetta mál.

Veistu að Pentagon er með fólk á launum við að stýra umræðunni um stríðið í Írak? Þeir líta enda á það sem áfall að nú sé byrjað að tala um þetta sem borgarastyrjöld en ekki skærur eða árásir vígamanna Al-qaida.

Ástæðan fyrir því að mikið er fjallað í dag um þessa breyttu orðanotkun fréttamiðla um átökin í Írak er sú að menn telja réttilega að hér sé um að ræða einhvern vendipunkt í hvernig stjórnmálamenn líti á málið (eins og þið framsóknarmenn ættuð nú að þekkja og tengja við). Og þá fylgi einhverjar aðgerðir til að koma á raunverulegum friði á forsendum Íraka sjálfra en ekki bandarískra stórfyrirtækja og leppa þeirra í Hvíta húsinu.

Það er auk þess heldur ódýrt að fagna breyttri orðanotkun forystumanna Framsóknarflokksins en gera lítið úr mikilvægi þess að Bush og félagar geti ekki lengur breitt yfir hörmungarnar sem innrás þeirra hefur leitt yfir fólk í írak. Penninn er oft máttugri en sverðið og vonandi verður þessi "orðhengilsháttur" sem þú kýst að kalla svo til þess að bjarga einhverjum mannslífum með því að flýta fyrir því að horfst verði í augu við misheppnaða stefnu Bandaríkjastjórnar og bandamanna þeirra í málefnum Írak.

Pétur Gunnarsson sagði...

Andrés ég veit ekki um hvað við erum ósammála, ég er að segja að það eina sem þessir menn gera er að reyna að hafa stjórn á fréttaflutningi í Bandaríkjunum og halda uppi þeirri afneitun sem þar er ráðandi. Auðvitað er þetta til marks um að þessir vitleysingar búnir loksins að missa tök á orðræðunni, þetta er staðfesting á því að það hefur gerst en ekki til marks um að það er að gerast. Það var bara tímaspursmál en það er sorglegur orðhengilsháttur að menn nenni að eyða orðum í þetta hér norður á hjara.

Nafnlaus sagði...

þetta sem er að gerast í Írak hefði alltaf gerst fyrr eða síðar, Gamlar nýlendur sem voru skipt upp af öðrum þjóðum hafa allar hópa sem voru kúgaðir og munu brjótast fram fyrr eða síðar.
Kongo
Líbanon
Írak
Gömlu lýðveldi Ussr
Zimbabwe
etc etc etc

Kaninn byrjaði þetta og ruddi burt vondum öflum og frelsaði Sjíta og Kúrda undan hæl Súnní. Það var kannski barnalegt að áætla að það væri nóg, en ég held að þetta vinstra pakk sem Andrés tilheyrir ætti að fara að skilja það að morðin og óöldin í Írak er vegna innbyrðis deilna og það að Íranir eru að kynda bálið. Þeir misstu yfir 1 milljón í stríðinu við Írak og vilja fá uppreisn æru, og sjá möguleika með því að koma sjítum til valda, þeir leika sam leikinn í Líbanon. Andrés og hans p##k stunda það eitt að drulla yfir Ísrael og USA og halda það að þeir séu orsökin fyrir öllu illu. Þið ættuð frekar að krefjast þess að slíta stjórnmálasambandinu við Rússa vegna þeirra morða sem átt hafa sér stað í Téténíu, eða er það ekki nógu flott. Vissulega hafa amrgir fallið báðum megin í ÍSrael og það er ekki gott, en munið að flestir falla í aðgerðum Ísraelshers við að koma höndum yfir menn sem tilheyra öfgahópum og enginn vilji er Palestínumeginn að dæma þá eða fanga ..

ps Rússar eru búnir að drepa yfir 40.000 Téténa á nokkrum árum þannig að ísraelar eru ljósárum á eftir þeim í því.

gaman væri ef Andrés myndi leita uppi eftirfarandi staðreyndir fyrir okkur sem myndu sýna að hann er að skoða báðar hliðar

hvað drápu PLO marga í L'ibanon frá 1970-1982
Fjöldamorð PLO á kris´tnum Líbönum í þorpi einu við ströndina
Hvað drápu Sýrlendingar marga í Hama 1981
hvað drápu Sýrlendingar marga í Líbanon
Hverjir fjármagna, þjálfa og vopnvæða Hizbollha
Fyrir hvað er Hizbollha að berjast
Hvað drápu Jórdanir marga PLO skæriliða 1970 sept
Hvað gerði Líbanski maðurinn sem Hizbollha vill fá lausan í Ísrael
etc
etc
etc

Ísrael er ekki hryðjuverka ríki þeir eru bara að reyna að verja sig í heimshluta sem þekkir bara blóð

það er skugglega mikið um ótrúlegan áróður gegn Ísrael og USA í þessum blogg heimi og meira að segja tilvitnanir sem harma það að Hitler hafi ekki klárað málið. Það eru menn hér á landi sem spýja út hatrinu SRH ED EL SF etc

við þurfum skilning og umburðalyndi og friðarvilja fyrir alla ekki hatur

Nafnlaus sagði...

Pétur... Við erum að ég hygg sammála um hvílík ósvinna þetta stríð er.

Það er svo sem ekkert stórmál þó að við séum ósammála um þýðingu þess að farið er að tala um ástandið þarna sem borgarastyrjöld. Ég held persónulega að þetta sé mikilvægt skref. Að það sé staðfest í fréttum og opinberum umræðum að innrás hinna staðföstu þjóða hafi leitt af sér borgarastyrjöld.

Og heimurinn þekkir hvernig þær virka. Hefur séð það í Líbanon og Sómalíu og víðar.

Til binda enda á borgarastyrjöld stoðar ekki bara að benda á stríðandi hópa og saka þá um að vera hryðjuverkamenn. Það þarf friðarsamninga, aðkomu aðila sem fylkingar telja sig geta treyst og svo framvegis.

Annars bara góð síða hjá þér. Keep it up! :)