sunnudagur, nóvember 05, 2006

Töflufundur

Hér kemur tafla með úrslitum í efstu 8 sæti hjá Samfylkingunni í Kraganum. Töflumöguleikar í Blogger eru litlir og þetta eru mestu gæði sem ég ræð við núna. Smellið á töfluna til að sjá stærri útgáfu. Af þessu sést að Gunnar Svavarsson fékk um 27,5% af um 4400 atkvæðum í 1. sæti, Þórunn Sveinbjarnardóttir fékk tæp 27% en Árni Páll tæp 20%.

Ekki beint sterkt umboð Gunnars, sem er 6. að heildaratkvæðafjölda, og hæpið að hann geti gert sterkt tilkall til ráðherradóms, komist Samfyflkingin í ríkisstjórn. Munar 46 atkvæðum að hann detti í 3ja sæti og þar hefði munað sáralitlu að hann dytti í 4.

Og ekki ætla ég að gleyma því einu sinni enn að þarna er ekki að finna tölur um einn af þingmönnum Samfylkingarinnar, Valdimar L. Friðriksson, sem kolféll, varð 14. að heildaratkvæðafjölda með aðeins 1216 atkvæði.

2 ummæli:

Örn Úlfar sagði...

Það má nú túlka þetta á ýmsa vegu. Það er til dæmis alveg klárt að ef Gunnar Svavarsson leiðir þennan lista til sigurs í Kraganum, segjum 5 menn, og spilar þannig stóra rullu í að fella ríkisstjórnina, þá hlýtur hann að eiga kröfu til ráðherradóms. Það hlýtur að vera styrkleikamerki að sigra öflugan sitjandi þingmann. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann dugar í kosningabaráttunni gegn ráðherra hinna frestuðu mála.

Pétur Gunnarsson sagði...

Já, það verður fróðlegt að fylgjast með honum og hann hefur góðan tíma til að setja sig inn í þetta nýja hlutverk. Hann verður líklega eini karlinn í oddvitasæti, berst við Þorgerði Katrínu, Siv og væntanlega Katrínu Jakobs. Miðað við að hvernig hann hefur t.d. ennþá komið út á móti Þórunni og Árna Páli í Íslandi í dag finnst mér hann þurfa að nota tímann vel áður hann mætir í þá samkeppni á jafnréttisgrundvelli.