miðvikudagur, desember 06, 2006

Sturla á þorra og Sturla á aðventu

Sturla Böðvarsson á Alþingi 8. febrúar 2006: Í þessu samhengi hef ég talið skynsamlegt að nálgast málið á þeim forsendum að vegurinn milli Rauðavatns og Hveragerðis verði svokallaður 2+1 vegur og væntanlega í fyrstu einnig vegurinn frá Hveragerði til Selfoss. Síðan verði gert ráð fyrir því, og ég spái því að umferðarþróunin verði á þann veg, að í framhaldinu þurfi að gera ráð fyrir tvöföldum vegi milli Hveragerðis og Selfoss. En áhersla mín er sú að leiðin alla leið austur að Selfossi verði í 1. áfanga byggð upp sem 2+1.

Frétt frá samgönguráðuneytinu 6. desember 2006: Þar sem umferðaröryggisaðgerðir á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi þola enga bið er mikilvægast að bregðast við með aðgerðum sem nú þegar gefa aukið öryggi á hættulegustu vegarköflunum. Vonir standa til þess að þegar í stað verði hægt að aðskilja akstursstefnur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi þar sem aðstæður leyfa og breikka vegina þar sem brýnast er. Með þessu verður hrundið í framkvæmd árangursríkum aðgerðum í þágu aukins umferðaröryggis. Markmið og stefna samgönguráðherra er að Suðurlandsvegur og Vesturlandsvegur verði tvöfaldaðir og að verkefnið verði sett í samgönguáætlun sem kemur til meðferðar Alþingis í byrjun næsta árs.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og hefurpu eitthvað við þetta að athuga. Vegaáætlun er samþykkt í samgöngunefnd og hingað til hafa þingmenn í heild sinni lítinn áhuga haft á samgöngumálum við borgina.

það ættir að taka þá sem skriðu fyirir siglfirðingunum og hýða þá 5.000 miljónir fyrir nokkrar hræður

það eru miklu verri staðir sem þurfa frekar göng. þetta er bitlinga pólitík þar sem þingmenn lofa svona fávitaskað fyrir atkvæði , og það skiptir engu máli hvar í flokki þeir eru.

Sturla er ekki sökudólgurinn á andvaraleysinu hér í kringum borgina, það er allur þingheimur og við kjósendur

Pétur Gunnarsson sagði...

alveg rétt, héðinsfjarðargöng eru tóm vitleysa. Sturla hefur hins vegar unnið gegn samgöngubótum í reykjavík alla sína tíð, og ekki látið hingað krónu ótilneyddur, það var hluti af baráttu sjálfstæðismanna gegn r-listanum. Það sem hefur breytt afstöðu hans er: 1. kosningarnar í vor. 2. umræðan um slys og öryggi undanfarið.

Nafnlaus sagði...

þetta er ótrúlegt að þetta skuli vera komið upp á borðið í dag 2006, ég hef þurft að fara þessa leið allt mitt líf og ótrúlegt að maður hafi í raun sloppið, ég þakka guði fyrir það. Slys á 1-1 vegum hafa ekkert með hraða að gera, þegar bílar klessa framan á hvor aðra á 90 þolir mannslíkaminn ekki áfallið nema í undantekningar tilvikum.

ég var að keyra á Snæfellsnes í Ágúst rétt eftir eitt slysið og ég var smá smeykur er ég fór af stað. Þegar ég var að keyra eftir nesinu var komið svarta myrkur og rigning og ég var lafhræddur allan tímann sá illa út og var að mæta flutninga bíla eftir flutningabíl sem voru í 110cm fjarlæð frá bílnum mínum. Ég ók á 70-90 km hraða, málið er að ég hafði heyrt í Sturlu rétt áður í íslandi í dag þar sem hann var sífellt að tyggja á hraða og að menn ættu að fara varlega . Ok gott og vel það eru góð rök og gild en ég fór mjög varlega þarna en hefði ég fengið 1 trukkinn á mig væri ég ekki hér í dag,,, hraði kemur þessu máli ekkert við það að hækka sektir er brandari það lækkar ekki hraðann á vegunum. Það eru sektir í dag og hafa verið í tugi ára en þær hafa ekki ´lækkað hraðann. Hraðakstur verður alltaf til staðar málið er að það er ekki nema 5% ökumanna sem stunda hann að einhverju ráði og þeir eru ekkert að pæla í sektum eða neinu vegna þess að eftirlitið er hvort sem er það slapt. ogég held líka að sektin sé einskonar syndaaflausn fyrir þá, þeir keyra hratt og vita að þeir brjóta lög en er fyrirgefið ef þeir borga sektina

sami og áðan

Nafnlaus sagði...

Innvígðir sjálfstæðismenn sem ég umgengst segja að Sturla tali eins og hann hafi orðið samgönguráðherra í upphafi vikunnar...